mánudagurinn 7. nóvember 2016
Gísli á Uppsölum í Bolungarvík
Hið áhrifamikla leikrit Gísli á Uppsölum hefur algjörlega slegið í gegn og verið sýnt víða um landið við frábærar viðtökur. Nú þegar hefur leikurinn verið sýndur 13 sinnum á átta stöðum. Næsta sýning á Gísla verður í Einarshúsi Bolungarvík sunnudaginn 13. nóvember kl.20. Miðasala gengur mjög vel og sætum fækkar hratt. Miðasölusíminn er 456 7901.
Sýningar halda svo áfram bæði fyrir vestan og norðan í nóvember. Rétt er að minna sérstaklega á laugardaginn 19. nóvember. Því þá verður sannkölluð veisla bæði í list og mat. Um er að ræða veislukveld í Skrímslasetrinu á Bíldudal. Kveldið hefst með sýningu á Gísla á Uppsölum. Að leik loknum verður boðið uppá hangiket og uppstúf. Þar á eftir verða tónleikar með hinni einstöku listakonu Lay Low. Aðeins eru 80 sæti í boði í þessa einstöku veislu og því um að gera að panta strax í dag í síma 891 7025.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06