miðvikudagurinn 28. september 2016
Gísli á Uppsölum á Þingeyri
Síðasta sunnudag var einleikurinn um Gísla á Uppsölum frumsýndur á söguslóðum. Sýnt var fyrir stappfullri Selárdalskirkju og hlaut verkið afar góðar viðtökur. Nú hefst leikferð okkar um landið og það er við hæfi að skunda yfir í næsta fjörð og hefja þar sýningar.
Gísli á Uppsölum verður sýndur í Félagsheimilinu á Þingeyri á laugardag 1. október kl.20. Miðasala er þegar hafin og fer aðeins fram á netinu. Það eina sem þarf að gera er að fara inná heimabanknn og leggja inn fyrir einum miða eða jafnvel fleirum. Miðaverðið er að vanda sérlega kómískt aðeins 3.500.-kr. Svo nú er bara að vinda sér í heimabankann.
Reikningur: 0156 26 64
Kennitala: 640401 2650
Miðaverð: 3.500.- kr.
Kaupa má eins marga miða og hver og einn vill.
Höfundar handrits eru Bílddælingarnir Elfar Logi Hannesson og Þröstur Leó Gunnarsson. Elfar leikur og Þröstur leikstýrir. Höfundur tónlistar er hinn einlægi og sanni listamaður Svavar Knútur.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06