
þriðjudagurinn 29. nóvember 2016
Gísli á Uppsölum á Ísafirði
Leikritið vinsæla um Gísla á Uppsölum hefur verið sýnt svo gott sem í hverri viku síðustu tvo mánuði.Sýningar hafa verið víða um landið allt frá Selárdals til Siglufjarðar og allt þar á millum og í kring. Nú er röðin komin að Ísafirði.
Gísli á Uppsölum verður sýndur á fullveldisdegi þjóðarinnar fimmtudaginn 1. desember kl.20. Sýningarstaðurinn er um margt mangaður og einstakur. Um er að ræða hið reislulega hús í Hæstakaupstað á Ísafirði þar sem m.a. var starfrækt líkkistusmiðja í áraraðir. Aðeins verður um þessa einu sýningu á Ísafirði að ræða, allavega í bili.
Miðasala er löngu hafin og gengur mjög vel. En rétt er að geta þess að aðeins 50 sæti eru í boði og því um að gera að panta strax í dag. Miðasölusíminn er sá sami gamli góði 891 7025. Einnig er hægt að panta með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

