mánudagurinn 3. október 2016

Gísli á Uppsölum - Aukasýning á Þingeyri

Aukasýning á Þingeyri fimmtudag
Aukasýning á Þingeyri fimmtudag

Á nýlokinni helgi var leikritið Gísli á Uppsölum sýnt í Félagsheimilinu á Þingeyri og var vel setið. Því hefur verið skellt á aukasýningu á Þingeyri. Sýnt verður fimmtudaginn 6. október kl.20. Miðasala er þegar hafin og fer fram á netinu. Það er auðvelt að tryggja sér miða bara vippa sér inná heimabankann og ganga frá greiðslunni.

Reikningur: 0156 26 64

Kennitala: 640401 2650

Miðaverð: 3.500.- kr

 

Einnig er hægt að panta miða í síma: 891 7025 en elskurnar takið eftir við erum EKKI MEÐ POSA. 

 

Leikritið um Gísla á Uppsölum hefur fengið góða dóma hjá áhorfendum einsog lesa má hér:

 

,,Mæli svo með þessari sýningu. Þingeyringar og nærsveitungar, látið ekki Gísla á Uppsölum hlaupa frá ykkur."
,,Stórkostlegt einu orði sagt!"
,,Þessi sýning kom við allan tilfinningaskalann."
,,Mæli hiklaust með sýningunni sem er allt frá því að vera afar sorgleg upp í bráðskemmtileg."