miðvikudagurinn 18. mars 2015

Gísli Súrsson og Grettir á Skíðaviku

Kómedíuleikhúsið í samstarfi við heiðurshjónin í Arnardal býður uppá sannkallaða leikhúsveislu á föstudaginn langa í Skíðaviku. Sýndar verða tvær vinsælar og einstakar leiksýningar á sama kveldinu báðar byggðar á vinsælustu Íslendingasögunum. Nefnilega verðlaunaleikurinn Gísli Súrsson og nýjasti smellurinn Grettir, byggður á Grettissögu. Sýnt verður á föstudaginn langa, 3. apríl, kl.20 en húsið opnar hálftíma fyrir sýningu. Barinn opinn og einstök stemning í paradísinni í Arnardal. En það tekur aðeins 7 mín að aka í paradísina frá Ísafirði. Miðaverð litlar 3.500.- kr. Forsala fer fram í Hamraborg á Ísafirði. Miðasölusími: 891 7025.

 

Þetta er í fyrstsa sinn sem útlagarnir Gísli og Grettir mætast á leiksviðinu. Gísli Súrsson hefur verið á fjölunum síðan 2005 og síðan eru liðnar 300 sýningar. Grettir hinsvegar var frumsýndur í upphafi árs en hefur þegar verið víðförull einsog kollegi sinn.  

 

Hin árlega Skíðavika fer fram í Ísafjarðarbæ á páskum. Hátíðin hefur stækkað með ári hverju og víst geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. Ekki bara rokk og ról heldur og úrval leiksýninga og ekki má gleyma skíðunum.