miđvikudagurinn 14. maí 2014

Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur í Gamla bíó

Ţekktustu útlagar ţjóđarinnar sameinast í Gamla bíó
Ţekktustu útlagar ţjóđarinnar sameinast í Gamla bíó

Brátt hefjast sýningar Kómedíuleikhússins í Gamla bíó á tveimur vinsælum verkum. Um er að ræða verðlaunaleikinn Gísli Súrsson og gamanleikinn vinsæla Fjalla-Eyvind. Verkin verða sýnd saman á íslensku og verður fyrsta sýning á Uppstigningardag 29. maí kl.20 í Gamla bíó. Gísli Súrsson verður einnig sýndur á ensku og verður fyrsta sýning daginn áður eða miðvikudaginn 28. maí kl.20 í Gamla bíó. Verkin verða svo sýnd reglulega næstu þrjár vikurnar í Gamla bíó eða frá lok maí og fram í miðjan júní.

Miðasala á allar sýningar fer fram á midi.is