
miðvikudagurinn 14. maí 2014
Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur í Gamla bíó
Brátt hefjast sýningar Kómedíuleikhússins í Gamla bíó á tveimur vinsælum verkum. Um er að ræða verðlaunaleikinn Gísli Súrsson og gamanleikinn vinsæla Fjalla-Eyvind. Verkin verða sýnd saman á íslensku og verður fyrsta sýning á Uppstigningardag 29. maí kl.20 í Gamla bíó. Gísli Súrsson verður einnig sýndur á ensku og verður fyrsta sýning daginn áður eða miðvikudaginn 28. maí kl.20 í Gamla bíó. Verkin verða svo sýnd reglulega næstu þrjár vikurnar í Gamla bíó eða frá lok maí og fram í miðjan júní.
Miðasala á allar sýningar fer fram á midi.is
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

