miðvikudagurinn 14. maí 2014
Gísli Súrsson og Fjalla-Eyvindur í Gamla bíó
Brátt hefjast sýningar Kómedíuleikhússins í Gamla bíó á tveimur vinsælum verkum. Um er að ræða verðlaunaleikinn Gísli Súrsson og gamanleikinn vinsæla Fjalla-Eyvind. Verkin verða sýnd saman á íslensku og verður fyrsta sýning á Uppstigningardag 29. maí kl.20 í Gamla bíó. Gísli Súrsson verður einnig sýndur á ensku og verður fyrsta sýning daginn áður eða miðvikudaginn 28. maí kl.20 í Gamla bíó. Verkin verða svo sýnd reglulega næstu þrjár vikurnar í Gamla bíó eða frá lok maí og fram í miðjan júní.
Miðasala á allar sýningar fer fram á midi.is
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06