
miðvikudagurinn 6. desember 2017
Gísli Súrsson fyrir framtíðina
Í dag var Gísli Súrsson sýndur fyrir framtíðina í Árbæjarskóla. Nánar tiltekið fyrir elsta stigið. Var þetta jafnframt 315 sýning á leiknum sem er löngu orðið bæði Kómedíu, Vestfjarða og allskonar met. Á morgun verður Gísli sýndur í Öldutúnsskóla og á föstudag verða tvær sýningar fyrir framtíðina í Árborg. Verða sýningarnar í hinu stórskemmtilega Fischersetri á Selfossi.
Engum datt nokkurn tíman í hug að vinsældir einleiksins Gísla Súrssonar urðu svona dásamlegar. Leikurinn var frumsýndur í febrúar árið 2005 og hefur verið á fjölunum allar götur síðan en þó með nokkrum hléum. Strax fyrsta sumarið, 2005, var leikurinn frumsýndur á ensku og í dag eru miklu fleiri sýningar á ensku en á íslensku. Það er engin leið að hætta og heldur engin ástæða til þegar vel gengur. Komandi sumar verður leikurinn reglulega á fjölunum á söguslóð nánar nefnt á Gíslastöðum í Haukadal Dýrafirði og verður m.a. sýndur fyrir skemmtiferðaskipagesti.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

