fimmtudagurinn 6. desember 2018
Gísli Súri fer í myndatöku
Það verður sannarlega sögulegur dagur á morgun, föstudaginn 7. desember 2018, þegar Gísli okkar Súrsson fer í myndatöku. Hann hefur nefnilega ekki verið myndaður síðan í janúar 2005 einmitt þegar leikurinn var frumsýndur. Ljósmyndari var Krummi á Ísafirði. Þessi verðlaunaleikur hefur verið á fjölunum allar götur síðan og nálgast sýningar nú 350. Eigi þarf að geta þess að það er Kómískt met og meira en það Vestfjarðamet og kannski bara bráðum Íslandsmet. Enda hefur sami leikari leikið allar þessar sýningar hvort heldur í Haukadal í Dýrafirði, í Albaníu, Akureyri eða Þýskalandi svo aðeins nokkir sýningarstaðir séu nefndir.
Gísli Súrsson er hvergi nærri sestur í helgan súr ef eitthvað mun sýningum fjölga miklu meir. Í janúar hefjast sýningar á leiknum í Tjarnarbíó. Sýnt verður á ensku svo gott sem vikulega eitthvað fram á vorið. Í sumar verður Gísli Súri vitanlega á fjölunum á heimaslóðum á Gíslstastöðum í Haukadal en þegar er búið að bóka fjölmargar sýningar á leiknum í heimahéraði.
Það er Ragnheiður Arngrímsdóttir, ljósmyndari, sem ætlar að taka nýjar myndir af Gísla Súrssyni. Verður um að ræða bæði nýjar auglýsinga myndir sem og myndir úr sýningunni. Er það í fyrsta skipti sem teknar verða sérstaklega myndir úr sýningunni af ljósmyndara. Já, við erum óttalega kærulaus oft í þessum málum í leikhúsinu. Sem er um leið algjörlega kómískt því leikhúsið er jú list augnabliksins og því sérlega mikilvægt að festa listina á filmu. Betra seint en ekki sagði einhver.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06