föstudagurinn 22. febrúar 2013
Frumsýningardagur en samt komin aukasýning
Runnin er upp frumsýningardagur. Í kvöld frumsýnir Kómedíuleikhúsið nýtt íslenskt leikrit Sigvaldi Kaldalóns. Sýnt er í Hömrum á Ísafirði og nú þegar er orðið uppselt. En engar áhyggjur það er önnur sýning á sunnudag kl.20 en sá dagur ber einmitt upp á þeim stórgóða Konudegi. Enn eru laus sæti á þá sýningu. Einnig hefur verið bætt við einni aukasýningu eftir viku. Nánar tiltekið sunnudaginn 3. mars kl.20. Sala á báðar sýningarnar er þegar hafin og stendur yfir í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Einnig er hægt að bóka miða í miðasölusíma Kómedíuleikhússins 891 7025.
Rétt er að geta þess að í tengslum við sýninguna er boðið upp á einstaka veislu í mat og menningu í samstarfi við hinn rómaða veitingastað Húsið. Boðið er uppá tveggja rétta að hætti Hússins og leikhúsmiða á aðeins 5.800.- kr.
Það er Elfar Logi Hannesson sem er höfundur leikverksins um Sigvalda Kaldalóns og bregður hann sér einnig í hlutverk doktorsins og tónskáldsins ástsæla. Listakonan Dagný Arnalds sér um hljóðfærleik, söng og leik. Leikritið fjallar um ár Sigvalda í Ísafjarðardjúpi en þar dvaldi hann í ellefu ár og var sá tími mjög sögulegur og ekki síður skapandi. Á þessum tíma samdi hann um 100 lög og eru mörg þeirra enn vinsæl meðal þjóðarinnar. Lögin eru sungin á allrahanda mannamótum alveg frá skírn til giftingar og loks grafar.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06