fimmtudagurinn 16. janúar 2014
Fjalla-Eyvindur í Kaupfélaginu Suðureyri
Enn heldur Fjalla-Eyvindur áfram ferð sinni yfir fjöll og fjörðu. Að þessu sinni verður leikritið um þekktasta útlaga þjóðarinnar sýnt í Kaupfélaginu á Suðureyri. Sýnt verður núna á föstudag, 17. janúar, og hefst leikurinn kl.20. Miðaverð er aðeins 1.900.- kr og það er posi á staðnum.
Fjalla-Eyvindur er nýasta leikrit Kómedíuleikhússins og var frumsýnt í lok síðasta árs. Leikurinn hefur fengið afar góðar viðtökur enda er hér um að ræða sögulega sýningu um mikinn kappa. Fjalla-Eyvindur var í útlegð í ein fjörtíu ár á hinni myrku og erfiðu átjándu öld. Hann fór víða m.a. til Vestfjarða þar sem hann kynntist lífsförunauti sínum henni Höllu frá Jökulfjörðum. Slík var ástin að hún fór með honum í útlegðina og voru þau á flakki um landið í tvo áratugi. Þó um háalvarlega sögu sé að ræða þá er leikritið Fjalla-Eyvindur létt og skemmtilegt stykki. Jafnval bara gamanleikur. Enda er nú gamanleikurinn jafnan sterkasta vopnið í harmleiknum.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06