fimmtudagurinn 21. ágúst 2014

Fjalla-Eyvindur í Gamla-bankanum Selfossi

Fjalla-Eyvindur í banka á Selfossi
Fjalla-Eyvindur í banka á Selfossi

Í tilefni af því að 300 ár eru liðin frá fæðingu Fjalla-Eyvindar verður einleikur um söguhetjuna úr smiðju Kómedíuleikhússins sýndur á lofti Gamla-bankans á Selfossi. Hinn gamli banki er til húsa að Austurvegi 21 og verða sýningar á Fjalla-Eyvindi föstudaginn 29. ágúst og sunnudaginn 31. ágúst kl.20. Á undan sýningunni verður Hjörtur Þórarinsson með fyrirlestur um Fjalla-Eyvind. Miðaverð er aðeins 2.500. - kr og miðasölusíminn er: 894 1275.

Húsið opnar kl.19.30 báða sýningardagana.