miðvikudagurinn 18. desember 2013

Elfar Logi les Jóladraum til minningar um Sissu

Sissa var frábær stúlka og hennar er sárt saknað
Sissa var frábær stúlka og hennar er sárt saknað

Núna á sunnudag 22. desember mun leikhússtjóri vor, Elfar Logi Hannesson, lesa hina frábæru sögu Charles Dickens Jóladraumur. Lesturinn fer fram á veitingastaðnum Húsið á Ísafirði og er til minningar um Sissu. Sigrún Mjöll Jóhannesdóttir eða Sissa lést 3. júní 2010 af völdum fíkniefna. Sérstakur minningarsjóður Sissu hefur verið stofnaður og er tilgangur sjóðsins að styrkja skapandi verkefni ungmmenna á aldrinum 12 - 18 ára sem eru í áfengis og eða vímuefnameðferð á meðferðaheimilum á Íslandi. Styrkjum úr sjóðnum er úthlutað á afmælisdegi Sissu 22. desember ár hvert. 

Hurðaskellir hinn vinsæli jólasveinn mun mæta á Húsið kl.14 og sunnudag með eitthvað gott í poka. Þegar hann kveður mun Elfar Logi hefja lesturinn á Jóladraum Charles Dickens. Lesturinn mun standa yfir í 3-4 klukkutíma. Gestir þurfa þó ekkert að örvænta þurfa ekkert að vera allan tíma sem lesturinn stendur yfir. Heldur bara koma við og hlusta á þessa fallegu sögu og heiðra þannig minningu Sissu.

Rétt er að benda þeim sem vilja leggja Minningarsjóði Sissu lið á reikningsnúmer sjóðsins, munum að margt smátt gerir alveg helling þegar saman kemur:

 

Reikningur: 596 26 2

Kennitala: 550113 1120