mánudagurinn 28. ágúst 2017

Einleikjasagan ræðst á næstu klukkutímum

Verður kveikt á prentvélum?
Verður kveikt á prentvélum?

Kómedíuleikhúsið hefur sérhæft sig í að setja upp einleiki og af þeim 40 verkum sem við höfum sett á senu eru lang flest þeirra einleikur. Nú höfum við stígið enn lengra inní einleikjaheiminn því ætlunin er að gefa út Einleikjasögu Íslands á bók. Það er hinsvegar spurning hvort úr því verði það ræðst bara á næstu klukkustundum. Núna vantar aðeins of mikið uppá, en þó er allt hægt.

Við fórum nefnilega þá leið í fjármögnun Einleikjasögunnar að leita til Karolindafund.is. Þar hefur fjármögnun staðið yfir síðustu misseri en nú er lokaspretturinn hafinn og verður sérlega spennandi. Þetta er nefnilega allt eða ekkert dæmi. Ef við náum ekki 100 prósent árangri í fjármögnuninni þá verður ekkert úr verkefninu. 

Það er því ekki eftir neinu að bíða heldur en að fjárfesta í Einleikjasögu Íslands og vissulega er fjármögnunarleiðirnar margar og sérlega einleiknar. Alveg frá einu eintaki yfir í að fá heilan einleik heim í stofu. Um er að ræða hinn einstaka leik Gísli á Uppsölum sem hefur notið fádæma vinsælda og verið sýndur um land allt. 

Gjörðu svo vel að fjárfesta hér lesandi góður og megi einleikurinn vera með þér

 

https://www.karolinafund.com/project/view/1773