sunnudagurinn 31. desember 2017
Einlægar þakkir fyrir árið
Kómedíuleikhúsið þakkar landsmönnum einlæglega fyrir árið sem er alveg að verða búið. Bestu þakkir til styrktaraðila og velgjörðamanna okkar. Enn betri kveðjur til áhorfenda um land allt. Hlökkum til að sjá ykkur sem oftast í leikhúsinu á komandi ári. Framundan er sannkallað Kómedíu ár því við munum frumsýna tvö ný leikverk á árinu. Í maí verður það Einars leikur Guðfinnssonar og í haust barnaleikritið Valhöll.
Annáll Kómedíuleikhússins verður birtur í blaðinu Vestfirðingur 18. janúar 2018.
Gangi ykkur allt í vil, verum hress og njótum vel.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06