þriðjudagurinn 19. mars 2019

Dimmalimm lagið

Nú getur þú hlustað á Dimmalimm lagið aftur og aftur
Nú getur þú hlustað á Dimmalimm lagið aftur og aftur

Á síðustu helgi frumsýndi Kómedíuleikhúsið sitt 44. verk og var vel við hæfi að það væri vinsælasta ævintýri þjóðarinnar, Dimmalimm. Sýnt er í Þjóðleikhúsinu og er nú þegar orðið uppselt á sýninguna á helginni og örfá sæti laus á næstu sýningar. Því er ekkert vit í öðru en að tryggja sér miða á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu á tix.is þar sem miðasala er í ævintýralegum gangi.

Höfundur tónlistarinnar í Dimmalimm er hinn ástsæli gítarleikari Björn Thoroddsen, frá Bíldudal. Tónlistin leikur mjög stórt hlutverk í sýningunni og í lok leiks tekur Dimmalimm meira að segja lagið. Það heitir auðvitað Dimmalimm og það er nú orðið aðgengilegt á tónlistarveitunni Spotify 

 

https://open.spotify.com/album/4k1ZdvCV1hwKpQKpVZs7t1?si=ym2hPtcSQLqkyjH6yV59xQ