föstudagurinn 15. mars 2019
Dimmalimm frumsýnt í Þjóðleikhúsinu
Mikill hátíðisdagur 16. mars 2019. Þá frumsýnir Kómedíuleikhúsið ævintýralega skemmtilegt barnaleikrit Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu. Enn ævintýralega er að það er uppselt og enn betra en það því uppselt er að verða á næstu tvær sýningar þar á eftir. Dimmalimm er leikgerð uppúr vinsælustu barnabók allra tíma hér á landi eftir Bílddælinginn Mugg. Sérlega kómískt er að þrír af listamönnum sýningarinnar eru frá Bíldudal einsog Muggur. Það eru þeir Þröstur Leó Gunnarsson, leikstjóri og höfundur leikgerðar, Björn Thoroddsen, tónskáld, og Elfar Logi Hannesson, leikari og höfundur leikgerðar.
Nú er bara að tryggja sér miða á Dimmalimm í Þjóðleikhúsinu á www.tix.is
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06