
þriðjudagurinn 2. apríl 2019
Dimmalimm á Storytel
Það er svo gott að hlusta og láta lesa fyrir sig. Hvað þá að láta leika fyrir sig. Kómedíuleikhúsið hefur nú sett leikrit sitt Dimmalimm á hina vinsæla hlustunarveitu Storytel. Þar gefst notendum kostur á að hlusta á fjölbreytt efni til að hlusta á hvort heldur er til dægrastyttingar, á ferðalaginu, við uppvaskið eða á gönguferðinni. Og nú getur þú líka hlustað að leikritið Dimmalimm aftur og aftur á Storytel. Hér er slóðin á Dimmalimm á Storytel - njótið vel
https://www.storytel.com/is/is/books/786840-Dimmalimm
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

