sunnudagurinn 8. maí 2016
Daðri lokið
Þann 23. apríl frumsýndi Kómedíuleikhúsið leikinn Daðrað við Sjeikspír í Félagsheimilinu Bolungarvík. Einsog nafnið gefur til kynna er hér um Sjeikspír tileinkunnar stykki að ræða en í ár og nánar tiltekið þann 23. apríl voru 400 ára síðan skáldið hélt á önnur svið. Kómedíuleikhúsið eitt atvinnuleikhúsa landsins minntist dagsins hér á landi með frumsýningu á Daðrað við Sjeikspír. Að vanda hefur verkið vestfirska tengingu einsog öll önnur verk Kómedíuleikhúsins ekki er þó búið að sanna vestfirska tengingu á William Shakespeare þó ekki sé ólíklegt að hann eigi hér ættir að rekja, meina hver á það ekki. Heldur er það svo að vestfirska skáldið og sérann Matthías Jochumsson þýddi fjögur verka skáldsins. Það eru einmitt þau verk sem eru í aðalhlutverkinu í Daðrað við Sjeikspír auk þess sem fjallað er um verk og æfi skáldsins.
Óhætt er að segja að Daðrinu hafi verið vel tekið en haldið var í 14 daga leikferð þar sem sýndar voru 7 sýningar á 6 stöðum. Vissulega var oft mjög góðmennt í sölum í leikferð okkar en það er nú bara partur af leikhúsinu. Það sagði heldur enginn að þetta yrði auðvelt einsog leikhúsmaðurinn danski sagði. Sýningarstaðirnir voru Bolungarvík, Patreksfjörður, Bíldudalur, Hólmavík, Suðureyri og Íssafjörður. Á síðast nefnda staðnum voru tvær sýningar. Kómedíuleikhúsið er vestfirskt leikhús sem vinnur með eigin sagnaarf, sögu og menningu og leitast við að sýna sem oftast og víða í sínu héraði. Á Vestfjörðum.
Kómedíuleikhúsið þakkar Vestfirðingum komuna á Daðrað við Sjeikspír. Nú er leikhúsvetrinum formlega lokið bar þar margt kómískt til tíðinda að vanda. Tekur nú sumarleikhústíðin hjá Kómedíuleikhúsinu við með leikferð til Spánar með Gretti og vikulegar sýningar á fornkappanum í Edinborgarhúsinu Ísafirði. Að ógleymdri verðlaunasýningunni Gísli Súrsson sem verður sýndur á ensku í Haukadal í allt sumar. Lífið er Kómedía.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06