mánudagurinn 5. maí 2014
Búkolla og Fjalla-Eyvindur í Vesturbyggð
Kómedíuleikhúsið er nú í Vestubyggð og verður með sýningar þar næstu daga. Á morgun, þriðjudag, verður Fjalla-Eyvindur sýndur í Patreksskóla kl.8.30. Skömmu síðar verður ævintýraleikurinn Búkolla sýndur í leikskólanum Arakletti á Patreksfirði. Fimmtudaginn 8. maí kl.20 verður almenn sýning á Fjalla-Eyvindi í Baldurshaga á Bíldudal. Miðaverð er aðeins 2.000.- kr og það er posi á staðnum. Gaman er að geta þess að nemendur í Bíldudalsskóla fá frítt á sýninguna.
Báðar sýningarnar hafa notið mikilla vinsælda og verið sýndar um land allt. Höfundur og leikari í báðum sýningunum er Elfar Logi Hannesson. Hann er einmitt að störfum núna á Bíldudal þar sem hann leikstýrir gamanleiknum Rommí hjá Leikfélaginu Baldri.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06