fimmtudagurinn 24. september 2015
Búkolla í skólum Ísafjarðarbæjar
Kómedíuleikhúsið hefur síðustu ár verið með samning við bæinn sinn, Ísafjarðarbæ, um ýmis árleg verkefni í bæjarfélaginu. Meðal stærstu verkefna er að bjóða öllum skólum bæjarins uppá eina leiksýningu árlega frá Kómedíuleikhúsinu. Elstu bekkir grunnskóla Ísafjarðar og Þingeyrar fengu í upphafi árs að sjá nýjustu kómedíuna. Hinn kraftmikla Gretti. Nú er komið að því að sækja aðra skóla Ísafjarðarbæjar heim og bjóða uppá eitt stykki leiksýningu.
Í ár verður boðið uppá hina ævintýralegu sýningu Búkolla. Kýrin sú arna ætlar að baula fyrst í leikskólanum Sólborg og verður sú sýning fimmtudaginn 1. október. Daginn eftir verður Búkolla sýnd í leikskólanum Eyrarskjól á Ísafirði. Eftir það verður farið í skóla á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.
Leikritið Búkolla hefur fengið príðsgóðar viðtökur frá því verkið var frumsýnt. Sýnt hefur verið um land allt og nálgast sýningar nú óðum fjórðatuginn. Sýningin á Sólborg verður númer 38.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06