fimmtudagurinn 24. september 2015

Búkolla í skólum Ísafjarðarbæjar

Búkolla
Búkolla

Kómedíuleikhúsið hefur síðustu ár verið með samning við bæinn sinn, Ísafjarðarbæ, um ýmis árleg verkefni í bæjarfélaginu. Meðal stærstu verkefna er að bjóða öllum skólum bæjarins uppá eina leiksýningu árlega frá Kómedíuleikhúsinu. Elstu bekkir grunnskóla Ísafjarðar og Þingeyrar fengu í upphafi árs að sjá nýjustu kómedíuna. Hinn kraftmikla Gretti. Nú er komið að því að sækja aðra skóla Ísafjarðarbæjar heim og bjóða uppá eitt stykki leiksýningu.

Í ár verður boðið uppá hina ævintýralegu sýningu Búkolla. Kýrin sú arna ætlar að baula fyrst í leikskólanum Sólborg og verður sú sýning fimmtudaginn 1. október. Daginn eftir verður Búkolla sýnd í leikskólanum Eyrarskjól á Ísafirði. Eftir það verður farið í skóla  á Suðureyri, Flateyri og Þingeyri.

Leikritið Búkolla hefur fengið príðsgóðar viðtökur frá því verkið var frumsýnt. Sýnt hefur verið um land allt og nálgast sýningar nú óðum fjórðatuginn. Sýningin á Sólborg verður númer 38.