þriðjudagurinn 26. júlí 2016
Búkolla baular á Verslunarmannahelginni Súðavík
Á Verslunarmannahelginni verður haldin Gönguhátíð í Súðavík. Það verður vissulega góður gangur í dagskránni og fjölbreyttar gönguleiðir í boði. Einsog með allt annað þá er mikilvægt að hafa listina með í hverri hátíð enda er það góð uppskrift að góðu gengi. Kómedíuleikhúsið tekur þátt í Gönguhátíð í Súðavík því á laugardag verður sýnt hið vinsæla barnaleikrit Búkolla. Sýnt verður í Melrakkasetrinu í Súðavík og hefst sýningin kl.17.00.
Búkolla hefur notið mikilla vinsælda frá því verkið var frumsýnt. Enda er her á ferðinni einstök ævintýraskemmtun fyrir alla fjölskyldunna. Sýningin í Melrakkasetrinu Súðavík á laugardag verður sú 45 á ævintýraleiknum Búkolla.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06