miðvikudagurinn 26. júní 2013
Búkolla á Bíldudals grænum
Núna um helgina verður stuð í Arnarfirði og þá sérílagi á Bíldudal því þar verður haldin bæjar-og menningarhátíðin Bíldudals grænar. Glöggir fatta hér líklega að nafngiftin er sótt í hinar sögufrægu Bíldudals grænar baunir sem voru lengi framleiddar þar ásamt handsteiktum kjötbollum og fleiru gúmmelaði. Á Bíldudals grænum verður allt vaðandi í menningu og í aðalhlutverki verða Arnfirðingar sjálfir. Kómedíuleikarinn er einn af þessum ofvirku Arnfirðingum og því kom ekki annað til greina en að skella sér með eins og eina leiksýningu á hátíðina. Við ætlum að koma okkur fyrir í garðinum í Birkihlíðinni, æskuheimili þess kómíska, og sýna ævintýraleikinn vinsæla Búkolla - Ævintýraheimur Muggs. Sýnt verður á laugardaginn, 29. júní kl.15, og aðgöngumiðinn kostar ekki nema einn þúsara.
Það er vel við hæfi að sýna þessa sýningu sem er helguð minningu Muggs sem stundum er nefndur Bíldudalsprinsinn. Enda var hann sonur Bíldudalskóngsins Péturs J. Thorsteinssonar og þarna ólst prinsinn upp og upplifði ævintýri Bíldudals og Arnarfjarðar.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06