Fjöldi mynda prýðir bókina
Fjöldi mynda prýðir bókina

Kómedíuleikhúsið undirbýr nú útgáfu á bókinni Leikræn tjáning. Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, Kómedíuleikari, sem hefur kennt leiklist um land allt í næstum tvo áratugi. Fjármögnun bókarinnar fer fram á hinum stórgóða vef Karolina fund á slóðinni www.karolinafund.com/project/view/620 

Þar geta áhugasamir tekið þátt í ævintýrinu á margan hátt og bara hagnast. Allt fer þetta eftir því hve mikið þú leggur í pottinn. Þannig getur þú fengið allt frá áritaðri bók í 10 eintök og meira að segja heilt leiklistarnámskeið líka og meira að segja tvö.

Leikræn tjáning er kennslubók fyrir fólk á öllum aldri. Bókin hentar fyrir alla þá sem hafa áhuga á leikrænni tjáningu hvort heldur kennarar eða njótendur listarinnar. Leikræn tjáning er í raun æfingabanki sem inniheldur fjölbreyttar æfingar allt frá spunaæfingum til trúðalista og allt þar á milli. Leggið okkur lið svo við getum sett prentvélarnar í gang

www.karolinafund.com/project/view/620