mßnudagurinn 11. febr˙ará2019

Bj÷ssi Thor semur tˇnlistina Ý Dimmalimm

Bj÷ssi mun munda gÝtarinn Ý Dimmalimm
Bj÷ssi mun munda gÝtarinn Ý Dimmalimm

Hinn landskunni gítaristi og músíkant þjóðar Björn Thoroddsen, frá Bíldudal, vinnur nú hjá Kómedíueikhúsinu. Verkefnið er að semja tónlist við hina hugljúfu og ævintýralegu sýningu Dimmalimm. Leikritið verður frumsýnt í mars í Þjóðleikhúsinu. Þetta er í annað sinn sem Bjössi semur tónlist fyrir Kómedílulleikhússins en síðast samdi hann sælla minninga músík við sögulega stykkið EG. Bjössa þarf vart að kynna en samt ætlum við að gera það hér enda aldrei góð vísa of oft kveðin.

 

Björn Thoroddsen (Bjössi Thor) hefur sl ár verið einn af atkvæðamestu jazztónlistarmönnum  á Íslandi og hlotið ýmsar viðurkenningar á sínum ferli m.a. jazztónlistarmaður ársins 2003.  Björn hefur unnið með mönnum á borð við Al De Meola, Robben Ford og Tommy Emmanuel en Robben Ford er stjórnandi og útgefandi síðustu plötu Bjössa. Björn hefur verið aðalflytjandi og stjórnandi á Guitarama, alþjóðlegri gítarhátíð sem farið hefur víða um heim. Bjössi heldur tónleika reglulega í N-Ameríku og Evrópu.