
miðvikudagurinn 21. nóvember 2012
Bjálfansbarnið málar bæinn rauðan...aftur
Jólasýningin vinsæla Bjálfansbarnið og bræður hans er nú sýnd annað leikárið í röð. Fyrsta sýning var í morgun þegar æska Grunnskóla Ísafjarðar mætti í leikhúsið. Skömmu síðar kom annar hópur frá skólanum og allt ævintýrið var leikið á nýjan leik. Mikið stuð var á sýningunum einsog búast mátti við þegar þessir vestfirsku jólasveinar stíga á stokk. Krakkarnir fengu meira að segja að spreyta sig á leiksviðinu og túlkuðu hvern vestfirska sveinin á fætur öðrum. Greinilega efnilegir leikarar á Ísafirði. Á morgun kemur síðan annar hópur frá Grunnskólanum og sjá ævintýrið um Bjálfansbarnið og bræður hans. Sýningarnar eru partur af tvíhliða samningi leikhússins við Ísafjarðarbæ og á næstunni verða fleiri skólar bæjarins heimsóttir.
En vertíðin er rétt að byrja hjá vestfirsku jólasveinunum því í næstu viku fara þeir á flakk um Norðurland. Sýnt verður í skólum hér og þar fyrir norðan allt frá Skagaströnd til Hríseyjar og allt þar á milli. Eftir ferðina norður fara þeir ekki niður heldur suður og verða á fjölunum víða í höfuðborginni og nágrenni.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

