föstudagurinn 25. apríl 2014
Barnaleikritið Halla í Gaflaraleikhúsinu á helginni
Kómedíuleikhúsið er komið til borgarinnar með nýjasta leikrit sitt. Um er að ræða nýtt íslenskt barnaleikrit Halla sem er byggt á samnefndri ljóðabók eftir Stein Steinarr. Leikritið var frumsýnt 12. apríl á Ísafirði og hefur fengið afbragðsviðtökur. Barnaleikritið Halla verður sýnt í Gaflaraleikhúsinu á helginni. Sýnt verður bæði laugardag og sunnudag kl.13 báða dagana. Miðasala fer fram á midi.is og í síma: 565 5900.
Halla heitir lítil telpa sem býr hjá afa sínum í þorpi útá landi. Það er margt sem þarf að gera í þorpi út við sjó og hvað mikið sem fiskast það fiskast aldrei nóg. Afi sækir sjóinn enda er hann mikil aflakló og það er Halla líka. En svo gerist það einn dag að afi segir við Höllu sína: Þú ert ekki nógu feit. Það er mér nokkurt kappsmál að koma þér í sveit. Þá tekur ævintýrið á sig ævintýralega mynd að hætti alvöru ævintýra. En allt fer þó vel að lokum.
Það er Henna-Riikka Nurmi sem leikur Höllu en Elfar Logi Hannesson leikur afann. Saman gerðu þau leikgerðina. Höfundur tónlistar er Guðmundur Hjaltason. Leikmynd, búninga og leikstjórn annast Marsibil G. Kristjánsdóttir.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06