föstudagurinn 3. febrúar 2017
Aukasýningar á Gísla í Þjóðleikhúsinu að uppseljast
Það er óhætt að segja að viðtökur á leikverkinu Gísli á Uppsölum hafi verið framar öllum vonum. Núna í janúar hefur leikurinn verið sýndur í Þjóðleikhúsinu fyrir fullu húsi alls sjö sinnum. Og nú er allt að uppseljast á aukasýningarnar 3 í febrúar í leikhúsi þjóðarinnar. Kannski verður bara að bæta við aukaaukasýningum? Allavega ekki hika heldur vippaðu þér beint inna www.tix.is og bókaðu miða á Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu.
Gagnrýnendur hafa ekki síður verið hrifnir af sýningunni. Morgunblaðið gaf sýningunni 4 stjörnur, rýnir Víðsjá á Rás eitt var einnig stórhrifinn og gaf leiknum bestu einkun, sem og rýnir Fréttablaðsins sem hafði þó stjörnurnar aðeins þrjár. Gaggarar Kastljóssins fara ávallt eigin leiðir í sínu gaggi verst hvað maður á erfitt með að skilja þá og hvað þá umjónarmanninn er hann kannski gaggarinn?
Ekki missa af Gísla á Uppsölum í Þjóðleikhúsinu í febrúar.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06