sunnudagurinn 8. apríl 2012
Aukasýning á Skáldið á Þröm í kvöld
Frábærlega hefur gengið með nýjasta Kómedíukróann Náströnd - Skáldið á Þröm. Fullt hefur verið á öllum sýningum og uppselt á sýningu kvöldsins. Því er aukasýning í kvöld kl.22.30 og er miðasala þegar hafin á sýninguna í síma 891 7025. Miðaverð er aðeins krónur 2.500.-kr. Sýnt er á söguslóðum skáldsins á Suðureyri við Súgandafjörð í flotta félagsheimilinu þar.
Náströnd - Skáldið á Þröm fjallar um alþýðuskáldið Magnús Hj. Magnússon sem er betur þekktur undir heitinu Skáldið á Þröm. Magnús var fyrirmyndin af Ólafi Kárasyni í Heimsljósi Kiljlans. Náströnd er sérlega áhrifamikið verk sem hreyfir við þér og fær þig til að hugsa dáldið um lífið og tilveruna.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06