þriðjudagurinn 25. september 2012
Ævintýrið hefst á Bíldudal
Æfingar á nýju íslensku leikverki eru nú í blússandi gangi í Kómedíuleikhúsinu. Um er að ræða nýtt ævintýralegt leikrit fyrir börn á öllum aldri alveg frá 2.ja til 102.ja. Ævintýraleikurinn heitir Búkolla - Ævintýraheimur Muggs og eru hér tekin fyrir nokkur ævintýri og þjóðsögur sem bílddælski listamaðurinn Muggur myndstkreytti. Í gær bárust leikhúsinu frábærar fréttir en Vesturbyggð og fyrirtæki á Bíldudal ætla að bjóða öllum bæjarbúum á frumsýningu á Búkollu - Ævintýraheimi Muggs. Frumsýnt verður í Baldurshaga á Bíldudal sunnudaginn 21. október kl.15 og eru allir bæjarbúar ekki bara á Bíldudal heldur í allri Vesturbyggð velkomnir. Að sýningu lokinni verður boðið uppá veitingar að hætti Bílddælinga. Það er sannarlega ánægjulegt að frumsýna Búkollu í heimabæ Muggs sem er án efa einn frægasti sonur Arnarfjarðar. Varla er hægt að byrja ævintýri sem þetta á betri hátt. Eftir frumsýningu á Bíldudal tekur við leikferð í grunn- og leikskóla Vestfjarða en skólar eru þegar byrjaðir að panta sýninguna til sín.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06