
mánudagurinn 3. nóvember 2014
Æfingar hafnar á Gretti
Æfingar á nýju íslensku leikverki Grettir hófust í dag í herbúðum Kómedíuleikhússins vestfirska. Um er að ræða einleik byggðan á þessari vinsælu Íslendingasgögu um Gretti son Ásmundar. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson og Víkingur Kristjánsson leikstýrir. Stefnt er að frumsýningu um miðjan janúar 2015 á söguslóðum Grettis.
Ætli megi ekki taka svo stórt til orða og segja: Þar kom að því. Eða bara loksins verður Grettissaga að einleik. Kappinn sá er vafa einn mesti útlagi og vandræðagemsi þjóðarinnar. Strax í æsku þótti hann vera ódæll mjög. Fátalaður og óþýður, bellinn bæði í orðum og tiltektum en fríður maður sýnum. Mikill kappi á velli og svo sterkur að hann bar naut á herðum sér. Lagði hann og bjarndýr sem berserki og meira að segja drauginn Glám.
Æfingar á einleiknum Gretti standa yfir allan nóvembermánuð og alveg fram í miðjan janúar á næsta ári. Einsog fyrr sagði verður Grettir frumsýndur í upphafi næsta árs á söguslóðum kappans. Nánar verður greint frá því þegar nær dregur. Svo fylgist vel með.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

