
mánudagurinn 4. mars 2013
Act alone tilnefnd til Eyrarrósarinnar
Hin alvestfirska og einleikna leiklistarhátíð Act alone var í dag tilnefnd til Eyrarrósarinnar. Þetta er sannarlega stór dagur í vestfirsku leiklistarlífi. Act alone var fyrst haldin á Ísafirði árið 2004 og verður því tíunda hátíðin haldin í ár. Act alone hefur sannarlega farið sínar eigin leiðir og vakið óskipta athygli enda líklega ein flottasta listahátíð landsbyggðarinnar. Kómedíuleikhúsið hefur sýnt nokkrum sinnum á Act alone auk þess sem leikhússtjóri vori er stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
Tvö önnur frábær verkefni á landsbyggðinni eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár. Það eru Skaftfell miðstöð myndlistar á Austurlandi og Eistnaflug þungrokkshátíð á Neskaupsstað. Eyrarrósin verður afhend í næstu viku, 12. mars í Hofi á Akureyri.
Kómedíuleikhúsið óskar Act alone sem og Vestfirðingum öllum til hamingju með þennan merkisdag í Vestfirskri leiklistarsögu.
22.02.2019 / 10:31
Dimmalimm á samning í Þjóðleikhúsinu
Í vikunni gerðist sá kómíski viðburður að Dimmalimm ritaði undir samning við Þjóðleikhúsið. Þar sem Dimmalimm er prinsessa þá var nú ekki annað við hæfi en sjálfur Þjóðleikhússtjóri, Ari Matthíasson, ritaði undir samninginn. Meðfylgjandi mynd var tekin við þessa hátíðle... Meira19.02.2019 / 09:02