
mánudagurinn 4. mars 2013
Act alone tilnefnd til Eyrarrósarinnar
Hin alvestfirska og einleikna leiklistarhátíð Act alone var í dag tilnefnd til Eyrarrósarinnar. Þetta er sannarlega stór dagur í vestfirsku leiklistarlífi. Act alone var fyrst haldin á Ísafirði árið 2004 og verður því tíunda hátíðin haldin í ár. Act alone hefur sannarlega farið sínar eigin leiðir og vakið óskipta athygli enda líklega ein flottasta listahátíð landsbyggðarinnar. Kómedíuleikhúsið hefur sýnt nokkrum sinnum á Act alone auk þess sem leikhússtjóri vori er stofnandi og listrænn stjórnandi hátíðarinnar.
Tvö önnur frábær verkefni á landsbyggðinni eru tilnefnd til Eyrarrósarinnar í ár. Það eru Skaftfell miðstöð myndlistar á Austurlandi og Eistnaflug þungrokkshátíð á Neskaupsstað. Eyrarrósin verður afhend í næstu viku, 12. mars í Hofi á Akureyri.
Kómedíuleikhúsið óskar Act alone sem og Vestfirðingum öllum til hamingju með þennan merkisdag í Vestfirskri leiklistarsögu.
20.11.2025 / 09:52
Leiklist á Ísafirði komin út
Kómedíuleikhúsið hefur gefið út bókina Leiklist á Ísafirði eftir Elfar Loga Hannesson, blekbónda. Í bókinni rekur höfundur leiksögu Ísafjarðar, bæjarins við flæðarmálið, allt frá fyrstu vituðu leikuppfærslu sem var svo snemma sem árið 1854 til samtímans eða þegar Litli ... Meira19.10.2021 / 11:32

