fimmtudagurinn 31. janúar 2019

91 - 7730

Gísli spilaði fullt bingó
Gísli spilaði fullt bingó

Liður í okkar endurskipulagningu til framtíðar er að horfa bæði í fram og aftur spegilinn góða. Hvað höfum við? Hvað höfum við gert vel? Hvað hefur gengið miður? Hvað má bæta? Hvað er sem sé okkar besti vinur og viðfangsefni þessa kómísku daga.

Við höfum allt frá upphafi gætt vel að því að skrá niður allar sýningar á okkar verkum. Með sérstakt sýningarbókhald þar sem skráð er hvaða leikverk sé sýnt og hvar og hve margir áhorfendur. Þannig getum við mjög auðveldlega skoðað hvert leikár fyrir sig og kemur það sér einstaklega vel þegar tiltekt er. Leikárið 2016 - 2017 var okkur til að mynda einstaklega gott. Það var einmitt árið sem við frumsýndum Gísla á Uppsölum. Sýning sem fyllt hvert leikhús um land allt. Enda sýna tölurnar það. Við vorum með tvær aðrar leiksýningar í gangi umtalað leikár Íslendingasagnaleikina Gísla Súrsson og Gretti. Í það heila sýndum við 91 sýningum á þessum þremur leikjum og samanlagður fjöldi áhorfenda á þessar sýningar var 7730 manns. Gott ef þetta er ekki bara met hjá okkur. Leikárið áður var fjöldi áhorfenda rétt yfir fjögur þúsund enda voru þá aðeins færri sýningar eða 74. 

Leikhús rekstur er sannarlega einsog Bingó bara spurning hvort maður nái að spila allt spjaldið eða bara part af því leikár hvert. Auðvitað er stefnan ávallt sett á fullt spjald og það gerum við áfram leggjum ávallt allt okkar í leikárið hverju sinni.