miðvikudagurinn 15. júlí 2015
300 sýning á Gísla Súrssyni
Ævintýrið um verðlaunaleikinn Gísla Súrsson hefur verið engu líkt. Í uphhafi leist engum vel á þá hugmynd að gera einleik uppúr hinni vinsælu Gísla sögu Súrssonar. En það er nú einmitt þá sem ævintýrin gerast og rétt er að koma verkinu á svið. Það gerðum við og frumsýndum einleikinn Gísli Súrsson 18. febrúar 2005 í Grunnskóla Þingeyrar. Um kveldið var síðan sýning í Félagsheimilinu Þingeyri fyrir íbúa. Síðan eru liðnar nokkur hundruð sýningar um land allt og einnig víða erlendis. Gísli Súrsson hefur sannarlega farið í víking í gegnum árin því sýningar hafa verið í Þýskalandi, Lúxemborg, Albaníu og meira að segja í sjálfum Súrnadal i Noregi þar sem söguhetjan sleit barnskónum. Leikurinn hefur tvívegis verið sýndur á erlendum leiklistarhátiðum og unnið til verðlauna á þeim báðum.
Á laugardaginn verður Gísli Súrsson sýndur í 300 sinn. Líkt og ævintýrið sjálft sem hefur farið sínar eigin leiðir líkt og kötturinn þá verður sýningarstaðurinn all sérstakur. Nefnilega sveitabærinn Kiðafell 3 i Kjós. Þar verður haldin mikil hátíð á helginni er nefnist Kátt í Kjós. Gisli Súrsson verður sýndur kl.16.00 á túninu við Kiðafell 3.
Þó mörgum finnst kannski nóg komið og ástæða til að fara í súr þá er það alls ekki planið hjá okkur. Nú þegar eru fjölmargar sýningar fyrirhugaðar á Gísla Súrssyni á næstunni og á komandi leikári. Kannski kílum við á 100 sýningar í viðbót eða svo. Hver veit því í ævintýrum getur allt gerst.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06