Drakúla Makt myrkranna

Fæst í bókverslunum um land allt

Er á Storytel 

 

Lesari: Elfar Logi Hannesson

Lengd: 6 klst

2013

 

Hér er á ferðinni hin einstaka en magnaða saga Bram Stoker um Drakúla. Saga sem hefur haft meiri áhrif en menn kannski kæra sig um. Sagan um Drakúla var fyrst gefin út á Íslandi um þar síðustu aldamót og hér er þessi magnaða saga loksins fáanleg á hljóðbók. Eitt er víst sagan mun fanga athylgi þína strax við fyrstu hlustun.

 

Hlustandinn getur sjálfur heyrt, þegar hann heyrir sögu þessa, hvernig þessum blöðum hefur verið raðað saman, svo að þau yrðu að einni heild. Ég hef ekki þurft að gera annað en að draga úr þeim ýmis smáatvik og láta svo sögufólkið sjálft skýra frá reynslu sinni í þeim sama einfalda búningi, sem blöðin upphafalega eru skrifuð í. Ég hef af augljósum ástæðum, breytt nöfnum manna og staða. En að öðru leyti skila ég handritinu óbreyttu, samkvæmt ósk þeirra, sem hafa álitið það stranga skyldu sína, að koma því fyrir almenningssjónir.

Bram Stoker