Leiklist og list á Þingeyri
Tilboðsverð: 2.900.- kr
Panta komedia@komedia.is
Höfundur: Elfar Logi Hannesson
Bls. 196 bls.
2020
Ný alvestfirsk leiklistar og listabók eftir Elfar Loga Hannesson, leikara. Hér rekur hann á fróðlegan og ferskan hátt hina einstöku leiklistar og listasögu Þingeyrar. Fer reyndar víðar því allur Dýrafjörðurinn er undir enda falla öll vötn þangað hvort heldur það er í listinni eða lífinu. Leiklistarsagan er sögð allt frá landnámi Dýrafjarðar til nútímans. Víða er leitað fanga í listasögu svæðisins enda stendru listin á gömlum merg á öllum sviðum listanna.
Elfar Logi hefur áður ritað leiklistarsögu Bíldudals enda hefur hann að markmiði að skrá leiklistarsögu allra þorpa og bæja á Vestfjörðum. Í þessu riti bætir hann um betur með því að rekja einnig listasögu Þingeyrar. Leiklist og list á Þingeyri er önnur bókin í þessari vestfirsku leiklistarbókaröð Kómedíuleikhússins.