Gísli á Uppsölum
Sýnt í Kómedíuleikhúsinu Haukadal Dýrafirði
Miðasölusími: 891 7025
Miðasala á netinu tix.is
Mið. 16. júní kl.20.00 92. sýning
Mið. 23. júní kl.20.00 93. sýning
Mið. 30. júní kl.20.00 94. sýning
Mið. 7. júlí kl.20.00 95. sýning
Mið. 14. júlí kl.20.00 96. sýning
Mið. 21. júlí kl.20.00 97. sýning
Mið. 28. júlí kl.20.00 98. sýning
Mið. 11. ágúst kl.20.00 99. sýning
Mið. 18. ágúst kl.20.00 100. sýning
Gísli á Uppsölum er einstakt leikverk um einstakan mann í uppfærslu Kómedíuleikhússins. Einn stærsti viðburður íslenskrar sjónvarpssögu er Stiklu þáttur Ómars Ragnarssonar um einbúann Gísla Oktavíus Gíslason. Enn er Gísli landanum kær og hugleikinn. Hér er á ferðinni áhrifamikil sýning sem hefur hrifið áhorfendur líkt og saga söguhetjunnar.
Leikurinn hefur verið sýndur um 100 sinnum í Þjóðleikhúsinu og um land allt.
Leikari: Elfar Logi Hannesson
Höfundar: Elfar Logi Hannesson, Þröstur Leó Gunnarsson
Dramatúrg: Símon Birgisson
Tónlist: Svavar Knútur
Lýsing: Magnús Arnar Sigurðsson
Leikstjórn: Þröstur Leó Gunnarsson
Leikurinn hefur fengið lofsamlega dóma gangnýrenda:
,,Trúðleikur er að sönnu í kennsluskrá Kómedíuskólans og Elfar Logi nær áreynslulaust sambandi við salinn þegar hann kærir sig um. En að sjá hann horfa inn á við og teikna upp umhverfi og viðmælendur með augunum er fallegt dæmi um list leikarans.
Það er hlýja og heiðarleiki í túlkun Kómedíuleikhússins á lífi þessa fræga nærsveitunga. Leikhúsaðferðir eru valdar af kostgæfni og þeim beitt af öryggi. Útkoman er falleg og snertir mann. Þannig á það að vera." ****
Morgunblaðið - Þorgeir Tryggvason
Uppbyggingasjóður Vestfjarða & Ísafjarðarbær styrkja Kómedíuleikhúsið