miðvikudagurinn 16. maí 2012

Vinnufötunum var vel tekið

Á baráttudegi verkalýðsins frumsýndi Kómedía nýtt íslenskt verkamannaleikrit. Verkið heitir Í vinnufötum og slitnum skóm, með Elfari Loga sem einnig gerði leikgerðina. Verkið er byggt á bók Sigurðar Péturssonar Vindur í seglum sem fjallar um bernskusögu verkalýðshreyfingar á Vestfjörðum. Tvær sýningar voru þann 1. maí fyrst á Ísafirði og svo á Suðureyri. Skemmst er að geta þess að sýningunni var afar vel tekið og kom líklega mörgum á óvart hve stórbrotin verkalýðssagan vestfirska er. Leikurinn er tæpur hálftími í flutningi.

Á næstunni er stefnt að því að sýna Í vinnufötum og slitnum skóm víðar um Vestfirði á vegum Verkalýðsfélags Vestfjarða.