miðvikudagurinn 13. febrúar 2013

Veisla í mat og menningu

Veisla í mat og menningu
Veisla í mat og menningu

Það styttist í fyrstu frumsýningu Kómedíuársins sem er á nýju íslensku leikverki um tónskáldið ástsæla Sigvalda Kaldalóns. Frumstýnt verður föstudaginn 22. febrúar í Hömrum og það er sannarlega ástæða til að fara að hlakka til. Því boðið verður sannarlega upp á mikla veislu í mat og menningu. Já, þú last rétt, mat. Í tenglsum við sýninguna býður hinn rómaði veitingastaður Húsið uppá matarveislu fyrir sýningu. Við erum að tala um tveggja rétta veislu að hætti Hússins. Verðið fyrir þessa einstöku veislu í mat og menningu er bara grín eða aðeins 5.800.- Önnur sýning á Sigvalda Kaldalóns verður sunnudaginn 24. febrúar sem ber upp á hinum frábæra Konudegi. Væri nú ekki vitlaust hjá karlpeningnum að bjóða sínum betri helming í veislu í mat og menningu í tilefni dagsins. 

Forsala á báðar sýningarnar hefst mánudaginn 18. febrúar kl.12.12 í Vestfirzku verzluninni. Miðasölusími er 891 7025.