miđvikudagurinn 4. desember 2013

Útgáfuveisla Kómedíuleikhússins á föstudag

Kápur nýju verkanna.
Kápur nýju verkanna.

Kómedíuleikhúsið tekur þátt í jólabókaflóðinu í ár og sendir frá sér tvö verk. Fyrst ber að nefna ljóðakverið Um jólin sem inniheldur fjölbreytt jólaljóð sem ætti að koma öllum í rétta jólaskapið og ekki síður stytta biðina fyrir jólin. Höfundur ljóðanna er Þórarinn Hannesson, forstöðumaður Ljóðaseturs Íslands, og Marsibil G. Kristjánsdóttir, listakona frá Þingeyri, myndskreytir bókina. Einnig gefur Kómedíuleikhúsið út hljóðbókina Álfa- og jólasögur með upplestri Elfars Loga Hannessonar, leikara. Hér er á ferðinni vönduð útgáfa í Þjóðlegu hljóðbóka röðinni sem hefur notið mikilla vinsælda síðustu ár. Álfa- og jólasögur er tólfta Þjóðlega hljóðbókin. 

Á föstudag ætlar Kómedíuleikhúsið að fagna þessari útgáfu sérstaklega og slá í veislu. Fjörið verður í Vestfirzku verzluninni og hefst kl.16. Bæði verkin verða á sérstöku tilboðsverði af því tilefni. Lesið verður úr ljóðabókinni og hlustað á brot af hljóðbókinni. Boðið verður uppá jólalegar veitingar í þessari tvöföldu útgáfuveislu. 

Allir velkomnir.