fimmtudagurinn 7. janúar 2016

Şökkum komuna á Şrettándagleğina

Mikiğ fjölmenni mætti til Şrettándagleğinnar
Mikiğ fjölmenni mætti til Şrettándagleğinnar

Kómedíuleikhúsið tók að sér að sjá um dagskrá Þrettándagleðinnar á Ísafirði. Hátíðin er ekki árlega því hátíðin er til skiptis haldin á Ísafirði og í Bolungarvík. Stefnt var að því að hafa gleðina utandyra á hinu frábábæra Silfurtorgi á Ísafirði. Heldur var vindurinn að flýta sér á lokadegi jóla. Gárungarnir sögðu strax að þetta væru bara vindverkir í Grýlu eða þá að eitthvað hafði fokið í hana. Sannleikurinn er sá að það fauk ekki bara í hana heldur fauk hún til okkar en þó slotaði nú ekkert veðrinu. Kannski Leppalúði hafi verið á leiðinni líka en fest í einhverjum hvirfilbylnum því ekki kom hann í bæinn. Allavega sökum vinda var ákveðið að færa skemmtunina inní Edinborgarhúsið. Það var líka vel við hæfi því þar var einmitt haldið hið árlega jólaball Edinborgarhússins svo þetta passaði allt svona fínt. 

Það var sannarlega enn jólahugur í fólki á loka degi jóla á Ísafirði því mikið fjölmenni sótti Þrettándagleðina. Boðið var uppá veglega skemmtidagskrá þar sem álfar, Grýla og jólasveinarnir skemmtu. Einnig mætti fulltrúi framtíðarinnar á Ísafirði og flutti álfa- og þrettándaljóð.

Kómedíuleikhúsið vill nota tækifærið og þakka öllum þeim mikla fjölda sem kom að Þrettándaskemmtuninni. Án ykkar hefði verið sérlega erfitt að rota jólin einsog stundum er sagt þegar jólin eru kvödd. Þið stóðuð ykkur frábærlega og gerðuð sannarlega ykkar besta. Íbúum þökkum við sérstaklega fyrir komuna og góða stemningu. Óskum ykkur öllum gæfu og gengis á nýbyrjuðu frábæru ári.