miðvikudagurinn 31. janúar 2018
Sýningasamningur við Vesturbyggð
Kómedíuleikhúsið og Vesturbyggð hafa gjört með sér samning um kaup sveitarfélagsins á sýningum frá Kómedíuleikhúsinu fyrir sínar stofnanir. Um er að ræða alls fjórar sýningar á jafnmörgum stofnunum. Þrjár skólasýningar fyrir leik-og grunnskólana bæði á Bíldudal og Patreksfirði. Einnig verða tvær listadagskrár annars vegar fyrir eldri borgara á Bíldudal og hinsvegar fyrir eldri borgara Patreksfjarðar. Allir þessi viðburðir verða á þessu ári svo það verður sannlega fjör í listalífinu í Vesturbyggð.
Kómedíuleikhúsið er sérlega ánægt með þennan samning sem bæði styrkir og eflir eina atvinnuleikhús Vestfjarða. Ísafjarðarbær hefur nú nokkur síðustu ár verið með verkefnasamning við Kómedíuleikhúsið og á næstunni verður undirritaður samstarfssamningur við Bolungarvík um listviðburði í þeim mæta bæ. Nú er bara spurning hvort fleiri sveitar-og bæjarfélög landsins leiti til Kómedíuleikhússins og óski eftir föstum sýningum og viðburðum frá leikhúsinu. Að vanda er Kómedíuleikhúsið endalaust til í að ferðast um landið með verk sín. Svo má nú líka geta þess að þegar gerðir eru svona flottir listasamningar um nokkra viðburði þá fæst náttúrulega besta verðið.
Áhugasamir er velkomið að hafa samband við okkur og upplagt að byrja á því að senda okkur tölvupóst komedia@komedia.is
Við svörum öllum tölvupóstum og hlökkum til að heyra í ykkur hvar sem þið eruð á landinu.
19.10.2021 / 11:32
Leiksýningar til sölu
Vantar þig leiksýningu fyrir hátíðina, hópinn, fyrirtækið eða mannamótið. Við höfum úrval leiksýninga í boði fyrir þig og sýnum um land allt. Nánari upplýsingar í síma: 891 7025 eða á komedia@komedia.is Kómedíuleikhúsið - leikhúsið í vestri Bakkabræður - Dimmalimm -... Meira10.09.2021 / 11:06