laugardagurinn 2. febr˙ará2013

Styttist Ý Sigvalda Kaldalˇns

Saga Kaldalˇns ratar ß leiksvi­
Saga Kaldalˇns ratar ß leiksvi­

Æfingar standa nú yfir af fullum krafti í herbúðum Kómedíuleikhússins á nýju íslensku leikriti. Hér er á ferðinni einstakt leikverk um tónskáldið ástsæla Sigvalda Kaldalóns. Í leikritinu er fjallað um ár Sigvalda í Ísafjarðardjúpi þar sem hann starfði sem læknir og samdi jafnframt mörg af sínum bestu lögum. Höfundur og leikari er Elfar Logi Hannesson en hljóðfæraleikari er Dagný Arnalds.

Leikritið Sigvaldi Kaldalóns verður sýnt í Hömrum á Ísafirði. Frumsýning verður föstudaginn 22. febrúar og önnur sýning verður sunnudaginn 24. febrúar. Forsala miða hefst mánudaginn 18. febrúar í Vestfirzku verzluninni á Ísafirði. Aðeins verður um þessar tvær sýningar að ræða svo um að gera að verzla sér miða í tíma. Gaman er svo að geta þess að hið rómaða veitingahús Húsið verður með sérstakan leikhúsmatseðil í tilefni sýningarinnar Sigvaldi Kaldalóns. Allt þetta dæmi verður svo kynnt nánar á næstu dögum. 

Að endingu má geta þess að í dag, laugardag, verður opnuð sýningin Vestfirsk leiklist í Bókasafninu á Ísafirði. Það er Leikminjasafn Íslands sem stendur fyrir þessari sýningu í samstarfi við heimamenn m.a. okkur í Kómedíuleikhúsinu. Formleg opnun verður kl.14 í dag og þá munum við sýna stutt brot úr leikritinu Sigvaldi Kaldalóns.