mi­vikudagurinn 4. marsá2015

Slappa­ af

Það hefur verið mikið lífi og fjör hjá Kómedíuleikhúsinu á hinu tveggja mánaða herrans ári 2015. Strax í upphafi árs frumsýndum við nýtt íslenskt leikrit Grettir sem hefur fengið líka þessar fínu móttökur. Leikurinn hefur verið sýndur sex sinnum bæði hafa verið opnar sýningar og skólasýningar. Næsta verkefni okkar er að gera einsog Jónas R. söng um árið, slappa af. Hlaða batteríið. 

Hinn Kómíski er enda þessa dagana fastur alla daga á Þingeyri þar sem hann er að setja á svið ekkert minna en sjálfan Galdrakarlinn í Oz. Frumsýning verður 14. mars í Félagsheimilinu á Þingeyri. Fljótlega eftir það förum við aftur á ról með Gretti og verða sýningar á hinni árlegu Skíðaviku á Ísafirði um páskana.