föstudagurinn 27. júní 2014

Skrímsli á Stímpönkhátíð Bíldalíu

Skrímslin eldast vel
Skrímslin eldast vel

Kómedíuleikhúsið er nú komið til Bildaliu í Arnarfirði. Þar fer fram fyrsta Stímpönkhátíð þjóðarinnar, já bara núna á helginni. Framlag okkar til hátíðarinnar er sýningin Skrímsli sem sannarlega er í anda Stímpönk formsins og tískunnar. Sýnt verður bæði á laugardag og sunnudag í Gamla skóla. Leiksýningin Skrímsli var sýnd árið 2007 og var einmitt frumsýnt hér í Bíldalíu. Það er gaman að geta boðið uppá þessa sýningu að nýju en þó verður hún ekki í fullri lengd því um 20 mín útgáfu af Skrímslum er að ræða. 

Skundið í Arnarfjörð mekka skrímslanna á Stímpönkhátíð Bildalíu á helginni. Því þetta verður eitthvað.