mánudagurinn 1. október 2018

Sigvaldi Kaldalóns frumsındur

Sigvaldi Kaldalóns frumsındur
Sigvaldi Kaldalóns frumsındur

Kómedíuleikhúsið frumsýnir leikritið Sigvaldi Kaldalóns í Hannesarholti 4. október komandi. Hér er á ferð einstök sýning um einn ástsælasta listamann þjóðarinnar. Leikurinn fjallar fyrst og fremst um ár Sigvalda í Ármúla í Ísafjarðardjúpi hvar hann starfaði sem læknir í ein ellefu ár. Þó læknisstarfið hafði verið annasamt þá gaf hann sér tíma til að semja lög. Því alls samdi hann um hundrað lög á þessu frjóa tímabili. Mörg þessara laga eru flutt í sýningunni má þar nefna söngperlurnar  Ég lít í anda liðna tíð – Við Kaldalón – Þú eina hjartans yndið mitt – Svanurinn minn syngur – Æ hvar er blómið blíða – Draumur hjarðsveinsins – Sofðu góði sofðu – Alfaðir ræður – Heimir – Þótt þú langförull legðir. Svo heillaður var Sigvaldi að Djúpinu að hann kenndi sig við eitt helsta kennileiti þess nefnilega Kaldalón.

Brottför Sigvalda úr Djúpinu var þó eigi af hinu góða því hann hafði fengið hina illskæðu berkla og varð hann að leita sér lækninga allaleið til Danmerkur. Leikurinn gerist einmitt þar nánar tiltekið á heilsuhæli í Sölleröd.

Flytjendur leiksins eru þau Sunna Karen Einarsdóttir, er sér um leik-söng og undirleik, og Elfar Logi Hannesson sem bregður sér í hlutverk tónskáldsins Sigvalda. Elfar er einnig höfundur leiksins. Búninga og leikmynd hannar Marsibil G. Kristjánsdóttir, ljósahönnuður er Magnús Arnar Sigurðarson og Þröstur Leó Gunnarsson leikstýrir.

Einsog áður segir verður leikritið Sigvaldi Kaldalóns frumsýnt í Hannesarholti fimmtudaginn 4. október og hefst sýningin kl.20.00. Önnur sýning verður sunnudaginn 7. október kl.16.00. Miðasala fer fram á www.tix.is