laugardagurinn 21. ágúst 2021

Síğasta sıning sumarleikhússins á helginni

Alls verða viðburðirnir 33 þegar sumarleikhúsi Kómediuleikhússins lýkur sem er einmitt á morgun, sunnudaginn 22. ágúst, með sýningu á Bakkabræðrum. Sumarleikhúsið hófst 11. maí með sýningu á verðlaunaleiknum Gísli Súrsson. 11 dögum síðar frumsýndum við brúðuleikinn Bakkabræður. Báðar þessar sýningar voru svo sýndar reglulega í sumar auk hins áhrifamikla leiks, Gísli á Uppsölum. Einnig fengum við góða gesti. Franziska og Siggi Björns voru með frábæra tónleika. Óttar Guðmundsson geðlæknir mætti með Sturlungu geðlæknisins, Vilborg Davíðsdóttir kom með Undir Yggdrasil og nú síðast Gudrun Kloes með verk sitt Grettir - sterki harmleikur í textíl. 

Nú tekur haustið og veturinn við. Áfram verður hægt að fá sýningar fyrir hópa í leikhúsinu okkar í Haukadal. Einnig erum við ávallt til í sýna um land allt árið um kring. Hvort heldur er í skólum, á hátíðum eða bara þegar fólk kemur saman. 

Leikferðalagið hefst í september þegar við sýnum Bakkabræður í Gaflaraleikhúsinu, það verður eitthvað.