miðvikudagurinn 4. september 2019

Ný leiklistar bók væntanleg

Algeng sjón í leikhúsi Þingeyrar
Algeng sjón í leikhúsi Þingeyrar

Auk þess að setja upp leiksýningar hefur Kómedíuleikhúsið duddað sér við útgáfu. Fyrst gáfum við út einar 13 hljóðbækur sem eru nú allar aðgengilegar á hlustunarveitunni Storytel. Síðustu árin höfum við hins vegar einmitt okkur að bókaútgáfu og nálgast bókverk okkar nú tuginn. Einsog gefur að skilja tengjast langflestar bækur okkar leiklist og listum. Ef ekki listum þá Vestfjörðum enda erum við vestfirskt leikhús sem vinnur með sagnaarf okkar eigin svæðis. Það styttist í næstu leiklistarbók frá  okkur og nú tengist allt hið fyrr ritaða. Bæði leiklistin, listin og Vestfirðir. Því hið nýja bókverk nefnist einfaldlega Leiklist og list á Þingeyri.

Höfundur bókarinnar er Elfar Logi Hannesson, leikari og sitthvað meir. Hér rekur hann á fróðlegan og ferskan hátt hina einstöku leiklistar og lista sögu Þingeyrar. Fer reyndar víða því allur Dýrafjörðurinn er undir enda fall vötn öll þangað hvort heldur það er í listinni eða lífinu. Elfar Logi hefur áður ritað leiklistarsögu Bíldudals enda hefur hann að markmiði að skrá leiklistarsögu allra þorpa og bæja á Vestfjörðum. Leiklist og list á Þingeyri er því önnur í röðinni í þessari vestfirsku leiklistarbókaröð Kómedíuleikhússins.

Bókin er á sérstöku forsölutilboði í október aðeins 2.900.- kr
Leiklist og list á Þingeyri kemur út í október og verður til sölu í Kómedíuleikhúsinu og í bókaverslunum um land allt.
Tryggðu þér eintak á forsölutilboði strax í dag með því að senda tölvupóst á komedia@komedia.is