sunnudagurinn 10. desember 2017

Muggur í Heiđmörk í dag

Elfar Logi ćtlar ađ lesa uppúr barnabókinni Muggur saga af strák
Elfar Logi ćtlar ađ lesa uppúr barnabókinni Muggur saga af strák

Í hinni dásamlegu Heiðmörk við borgarmörkin er starfræktur einstakur jólamarkaður Skóræktarfélags Reykjavíkur. Allar helgar fyrir jól stendur félagið fyrir hugljúfri jólastund í skóginum. Hvar gestir geta verslað sér jólatré og fjölbreytt jólahandverk. Eigi má gleyma listinni því boðið er uppá veglega dagskrá allar helgar. Í dag, sunnudaginn 10. desember, verður barnabókin Muggur saga af strák í aðalhlutverki. Klukkan 14.00 mun höfundur bókarinnar, Elfar Logi Hannesson, lesa uppúr bókinni í Rjóðrinu svonefnda í Heiðmörkinni fögru. 

Svo nú vita allir hvað er upplagt að gera í dag. Skella sér í Heiðmörkina, versla sér jólaglingur og jafnvel tré og hlusta svo á upplestur úr barnabókinni Muggur saga af strák. Að sjálfsögðu verður bókin á sérstöku tilboðsverði í Rjóðrinu í Heiðmörkinni.